island.is
NÝSKRÁNINGTÝNT LYKILORÐ

05.07.2017

Upplýsingar - skráning á Unglingalandsmót UMFÍ

Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Hægt er að taka þátt í 23 mismunandi greinum auk þess sem hægt verður að prófa fjöldan allan af íþróttagreinum og annarri afþreyingu. Lítið mál að skrá sig Þú getur valið á milli þess að greiða með kreditkorti eða greiðsluseðli. Ef greitt er með greiðsluseðli bætist 390 króna umsýslugjald við reikninginn. Keppandi á mótinu í greiðir eitt gjald og getur síðan keppt í eins mörgum greinum og hann vill. En hafðu í huga að til þess að ganga frá skráningu þarftu rafræn skilríki eða Íslykil. Ef keppt er í fleiri en einni grein þá þarftu að vita það sem stendur hér að neðan. Þátttakandi byrjar á því að skrá sig í eina grein og gengur frá greiðslu. Svo hefst sama ferli aftur. Við skráningu í næstu grein kemur aftur upp greiðslufærsla. Keppandi fær sjálfkrafa 100% afslátt af verðinu en staðfesta þarf skráninguna. Skráning er með sama hætti í fleiri greinar. Athugaðu að ef þú hefur skráð þig og greitt fyrir eina grein þá færðu sjálfvirkt 100% afslátt í allar aðrar greinar þegar þær eru skráðar. Sjáumst í stuði á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina!